Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2011 05:32

Grundfirðingarnir Gísli og Guðni eru Vesturlandsmeistarar í bridds

Síðastliðinn laugardag var Vesturlandsmótið í tvímenningi í bridds spilað á Hótel Borgarnesi. 20 pör mættu til keppni og spiluð voru 45 spil eftir Monrad kerfi. Vesturlandsmeistarar urðu Grundfirðingarnir Gísli Ólafsson og Guðni Hallgrímsson með 58,1% skor. Í öðru sæti urðu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 55,9% en í þriðja sæti Bjarni Ágúst Sveinsson og Jón Bjarki Stefánsson með 55,7 %.

 

Fleiri briddsfréttir:

 

 

 

 

 

 

Mánudaginn 7. mars var spilaður tvímenningur í Logalandi með þátttöku 17 para. Borgnesingar komu, sáu og sigruðu en félagarnir Jón H Einarsson og Unnsteinn Arason báru sigur úr býtum með 65,7% skor en rétt á hæla þeirra með 64,5% voru Guðmundur Arason og Guðjón Karlsson. Þriðju urðu svo Stefán og Sigurður Már með 59,9%.

 

Í kvöld hefst einmenningur Briddsfélags Borgarfjarðar í Logalandi. Hann verður spilaður á tveimur kvöldum og er ekki er nauðsynlegt að mæta bæði kvöldin þótt vissulega sé það kostur.

 

Síðastliðinn fimmtudag var spilað annað kvöldið af þremur í Akranestvímenningnum.  Hvanneyringarnir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson kunna greinilega feikna vel við sig í sal eldri borgara við Kirkjubraut og fengu yfir 70% skor annað kvöldið í röð og eru því langefstir með 71,4%. Líklega er einungis formsatriði fyrir þá að mæta síðasta kvöldið. Í öðru til þriðja sæti með 52,6% voru Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson annars vegar og Hallgrímur Rögnvaldsson og Guðmundur Ólafsson hins vegar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is