Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2011 01:06

Fall staurasamstæðu í Hrútafirði olli rafmagnsbiluninni

Fall staurasamstæðu og spennistöðvar á bökkum Hrútafjarðarár, í landi Hrútatungu, varð til þess að rafmagn fór af Vestfjarðalínu og þar með í Dölum í gærkveldi og svo aftur í morgun. Eins og greint var frá á vef Skessuhorns tókst starfsmönnum Rarik að koma á rafmagni í Dölunum um Skógarstrandarlínu fyrir nóttina. Rafmagnið fór þó aftur af Dölunum í nótt, en var komið á aftur skömmu fyrir hádegið í dag.

Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu segist hafa verið búinn að vara forsvarsmenn Rariks og Landsnets við því að staurasamstæðan á bökkum Hrútafjarðarár stæði tæpt og gæti fallið fyrirvaralaust. Hann segist í samtali við mbl.is í morgun fyrst hafa varað við þessu fyrir þremur árum og ítrekað það í haust og vetur eftir að áin gróf sífellt meira frá samstæðunni, en frá henni liggur Vestfjarðarlínan, svokölluð Glerárskógarlína.

Gunnar segir menn hafa með þessu sýnt vítavert kæruleysi, en forsvarsmaður Landsnets kannast ekki við þessar ábendingar Gunnars. Vegna vatnavaxta og slæmra skilyrði hefur enn ekki tekist að gera við bilunina í Hrútafirðinum og á meðan eru dísilvélar keyrðar á fullu fyrir vestan til að halda rafmagni á ákveðnum svæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is