Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2011 01:54

Fjórir ernir gæða sér á einni önd

Sigurður Pétursson vélamaður á Hellum í Borgarfirði varð í dag vitni að æsilegri baráttu upp á líf eða dauða þegar örn elti stokkönd á flugi talsverða leið og hafði að lokum betur. „Ég byrjaði að fylgjast með atganginum þegar fuglarnir voru uppi við Vatnshamravatn. Örninn sýndi mikla fimi í eltingarleiknum við öndina sem þó varðist eins og hún best gat. Leikurinn barst síðan niður á Hvanneyri þar sem örninn á endanum náði að læsa klónum í bak andarinnar og neyða hana þannig niður á jörðina þar sem hann afgreiddi hana skömmu síðar. Áður en til þess kom hafði í millitíðinni rjúpnahópur blandast í eltingarleikinn en fipaði það ekki örninn enda meira sólginn í önd í hádegismatinn að þessu sinni. Það sem mér fannst merkilegast var að þegar örninn var búinn að drepa öndina komu þrír aðrir ernir og slógust í hópinn og tóku að rífast um bráðina. Þá komu tveir hrafnar einnig í námunda við þá en höfðu ekki erindi sem erfiði enda fremur smáir við hlið arnanna og lægri í virðingarstiganum.“

 

 

 

Sigurður segir að eltingarleikur arnarins við öndina hafi staðið í á að giska tíu til fimmtán mínútur. Í millitíðinni hringdi hann í Þórhall Teitsson ljósmyndara á Hvanneyri sem kom á staðinn og náði að mynda það þegar ernirnir voru að ljúka máltíðinni. Sigurður á Hellum segist hafa hringt í Kristinn Skarphéðinsson fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hann sagðist gera ráð fyrir að þarna hafi geldfuglar verið á ferð í fæðisleit. 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is