Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2011 08:01

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna haldin í Stykkishólmi

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin í Stykkishólmskirkju síðastliðinn laugardag. Þetta er annað árið í röð sem tónlistarskólarnir á Íslandi standa fyrir sameiginlegri uppskeruhátíð, en svæðisbundin uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur Húnavatnssýslu var að þessu sinni haldin í Stykkishólmi. Alls sendu átta tónlistarskólar fulltrúa á tónleikana en þátttakendur voru rúmlega 60 talsins. Þrjú atriði voru síðan valin til að fara á lokahátíð sem haldin verður í Langholtskirkju í Reykjavík 26. mars næstkomandi. 

Kveikir ákveðinn neista

Jóhanna Guðmundsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Stykkishólms segir hátíðina hafa gengið glimrandi vel í alla staði. Kirkjan hafi verið full af áhorfendum, atriðin skemmtileg og fjölbreytt og þá hafi veðrið leikið við gesti og heimamenn í Hólminum. “Uppskeruhátíð sem þessi hefur ómetanleg áhrif á krakkana sem eru farin að stefna að þessu allt árið. Hún kveikir ákveðinn neista og hefur mjög hvetjandi áhrif á nemendur jafnt sem kennara og foreldra. Sem kennari veit ég að okkur hættir til að festast í ákveðnu fari og því er hátíð sem þessi vettvangur fyrir okkur til að kynnast starfsemi annarra tónlistarskóla og fá um leið nýjar hugmyndir. Það ríkti mikil gleði í Hólminum á laugardaginn,” sagði Jóhanna þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hennar að tónleikum loknum.

Á Nótunni leika nemendur af öllum námsstigum tónverk úr öllum áttum, bæði einir og í hópum. Að tónleikum loknum var gestum boðið í kaffi á Hótel Stykkishólmi og þar á eftir var lokaathöfn þar sem níu atriðum sem sérstök valdnefnd taldi hafa skarað framúr voru veittar viðurkenningar. Verðlaun voru veitt fyrir besta einleikinn eða einsönginn á hverju námsstigi fyrir sig, besta samleikinn eða samsönginn og fyrir besta frumsamda eða frumlegasta atriðið. Úr þessum hópi voru síðan valin þrjú atriði til að fara á lokahátíðina í Reykjavík. Það voru þær Elva Björk Magnúsdóttir og Dagný Björk Egilsdóttir nemar í Tónlistarskólanum á Akranesi og Sylvía Ösp Símonardóttir og Berglind Gunnarsdóttir nemar í Tónlistarskóla Stykkishólms sem báru sigur úr bítum að þessu sinni.

 

Sjá fjölda mynda frá hátíðinni í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is