Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2011 04:01

Vona að hörmungunum linni sem fyrst

Hjónin Villimey Sigurbjörnsdóttir frá Akranesi og Gunnar Aðils Tryggvason frá Borgarnesi eru stödd í bænum Zama í Japan, sem er í um klukkutíma og korters fjarlægð frá borginni Tókýó. Þau eru bæði námsmenn við Háskóla Íslands, Villimey er að læra japönsku við J.F. Oberlin háskólann og Gunnar leggur stund á ensku í fjarnámi. “Ég var einmitt í háskólanum í þrektíma þegar ég fann fyrir skjálftanum,” sagði Villimey meðal annars í samtali við Skessuhorn. “Í fyrstu hélt ég að um lítinn skjálfta væri að ræða en svo sá ég að hinir krakkarnir í tímanum voru að yfirgefa bygginguna. Ég elti þá út og fann þá fyrir alvöru hvað jörðin hristist mikið. Ég stóð bara þarna og fylgdist með byggingunum sveiflast til og frá”

 

 

 

 

 

 

Lét vita af sér á Facebook

Villimey og Gunnar hafa búið í Japan í um það bil sjö mánuði. Þeim þykir landið vera mjög fallegt og heillandi, íbúar þess séu kurteisir, hjálpsamir og samrýndir. Villimey segir reynslu þeirra af Japan vera ekkert nema góða, fyrir utan þessar hrikalegu hamfarir sem nú einkenna allt landið. “Allir voru sendir út vegna skjálftans og í kjölfarið fylgdu margir sterkir eftirskjálftar. Það versta var að símalínurnar virkuðu ekki þannig að ég gat ekkert haft samband við Gunnar, en furðulega vildi til að Facebook virkaði í símanum mínum þannig að ég gat sent öllum skilaboð að það væri allt í lagi með mig.” Villimey segist hafa verið frekar ringluð í fyrstu og ekki vitað hvað hún ætti að gera. “Mig langaði að fara heim sem fyrst en skólafélagar mínir sögðu mér að lestarnar væru allar stopp út af jarðskjálftanum. Ég fór með vinkonu minni heim sem býr nálægt skólanum og við fylgdumst með atburðunum í beinni í sjónvarpinu.”

 

Ætla að færa sig um set

Villimey segir að það hafi verið hræðilegt að fylgjast með flóðbylgjunni og þá hafi hún haft sérstaklega miklar áhyggjur af vinafólki sínu sem býr í Iwate, einu af svæðunum þar sem flóðbylgjan skall á. Sem betur fer varð þeim ekki meint og náðu að senda tölvupóst og tilkynna fjölskyldu og vinum að þau væru á lífi. “Við höfum ekkert getað ferðast neitt síðan jarðskjálftinn skall á og við ætlum ekki að ferðast norður á það svæði sem kom verst út úr hamförunum. Það eina sem við fundum fyrir var skjálftinn og borgin okkar var laus við fljóðbylgjur þar sem hún er inn á landi en auðvitað, eins og margir aðrir Japanar, þá höfðum við miklar áhyggjur þegar við fréttum af þeim miklum skemmdum sem urðu í norður Japan. Í borginni okkar virðist fólk ekkert mjög stressað. Verslanir hafa þó verið að tæmast en í dag gripu verslanir loks í taumana og eru byrjuð að skammta nauðsynjavörum. Við sjálf ætlum að færa okkur sunnar, til Kyoto þar sem vinafólk okkar býr, og vera þar í að minnsta kosti næstu sex daga á meðan hlutir róast í Tókýó. Við vonum að við þurfum ekki að yfirgefa landið og að hörmungunum linni sem fyrst,” sagði Villimey að lokum.

 

Áhyggjufull móðir á Skaganum

Móðir Villimeyjar, Silja Allansdóttir á Akranesi, segist enn vera í algjöru sjokki yfir þessum atburðum. Hún sé ennþá mjög áhyggjufull því þessum hörmungum virðist ekki enn vera lokið. “Þetta er algjör hryllingur og auðvitað vil ég bara fá þau heim. Það getur þó verið ansi erfitt því ef ég myndi til dæmis bóka flug handa þeim þá hef ég ekki hugmynd um hvenær þau komast upp á flugvöll. Lestakerfið liggur niðri vegna rafmagnsleysis sem gerir allar samgöngur mjög erfiðar. Ég er þó mjög fegin því að þau séu nú á leiðinni til Kyoto, sem er í um átta hundruð kílómetra fjarlægð frá næsta kjarnorkuveri,” sagði Silja þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Hún segir samskiptasíðuna Facebook algjöra snilld því í gegnum hana og Skype hafi hún náð sambandi við dóttur sína þegar allar símalínur voru niðri. “Maður vonar bara það besta og ég er mjög þakklát fyrir að þau séu í lagi,” sagði Silja að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is