Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2011 09:37

Einar Örn bætti fjögur Íslandsmet

Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður úr Borgarfirði gerði sér lítið fyrir og bætti fjögur Íslandsmet á Íslandsmeistaramóti Kraftlyftingasambands Íslands sem fram fór í Njarðvík um liðna helgi. Hann sigraði í öllum greinum og í samanlögðu í sínum þyngdarflokki, -93 kg flokki. Einar Örn lyfti 235 kg í hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðulyftu, eða 675 kg samanlagt. Þetta er aðeins í annað sinn sem Einar Örn keppir á vegum ÍSÍ en hann keppti áður undir formerkjum kraftlyftingasambandsins Metal. “Það er alls ekki eins slæmt og ég hélt að keppa á vegum ÍSÍ, mórallinn er mjög góður og þetta er skemmtilegt. Fólk lítur öðrum augum á það þegar ég bæti Íslandsmet á löggiltum vettvangi og fyrir vikið finnst mér þetta enn meiri viðurkenning. Það var alltaf litið á mig eins og ég væri á sterum þegar ég var í hinu félaginu,” sagði Einar Örn í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Þess má geta að Einar Örn stefnir á Evrópumeistaramótið í Englandi í sumar og þar er markmiðið að lyfta yfir 700 kg samanlagt og að sjálfsögðu verða Evrópumeistari. Í nóvember síðastliðnum keppti hann á heimsmeistaramóti, einnig í Englandi, þar sem hann sigraði í sínum flokki en þá undir formerkjum Metal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is