Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2011 09:37

Einar Örn bætti fjögur Íslandsmet

Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður úr Borgarfirði gerði sér lítið fyrir og bætti fjögur Íslandsmet á Íslandsmeistaramóti Kraftlyftingasambands Íslands sem fram fór í Njarðvík um liðna helgi. Hann sigraði í öllum greinum og í samanlögðu í sínum þyngdarflokki, -93 kg flokki. Einar Örn lyfti 235 kg í hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðulyftu, eða 675 kg samanlagt. Þetta er aðeins í annað sinn sem Einar Örn keppir á vegum ÍSÍ en hann keppti áður undir formerkjum kraftlyftingasambandsins Metal. “Það er alls ekki eins slæmt og ég hélt að keppa á vegum ÍSÍ, mórallinn er mjög góður og þetta er skemmtilegt. Fólk lítur öðrum augum á það þegar ég bæti Íslandsmet á löggiltum vettvangi og fyrir vikið finnst mér þetta enn meiri viðurkenning. Það var alltaf litið á mig eins og ég væri á sterum þegar ég var í hinu félaginu,” sagði Einar Örn í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Þess má geta að Einar Örn stefnir á Evrópumeistaramótið í Englandi í sumar og þar er markmiðið að lyfta yfir 700 kg samanlagt og að sjálfsögðu verða Evrópumeistari. Í nóvember síðastliðnum keppti hann á heimsmeistaramóti, einnig í Englandi, þar sem hann sigraði í sínum flokki en þá undir formerkjum Metal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is