Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2011 06:48

Stefnir í mestu sókn á grásleppuveiðar í sögunni

„Það er greinilegt að menn ætla að taka vertíðina í fyrra aftur, slík verður sóknin greinilega á grásleppuvertíðina núna. Annars eru fáir farnir á veiðar, það gerir þetta ótrúlega veðurfar og ölduhæð sem verið hefur við landið núna í langan tíma, menn muna varla annað eins. Ég var að tala við mann fyrir vestan í vikunni og þá var ölduhæðin fyrir utan fjörðinn 11 metrar,“ segir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátasjómanna í samtali við Skessuhorn. Grásleppuveiðimenn máttu leggja net sín á flestum veiðisvæðum við landið 10. mars sl. en vertíðin byrjaði aðeins seinna á Norðausturlandi. Grásleppuveiðar innan línu í Breiðafirðinum hefjast ekki fyrr en 20. maí, það er línu frá Krossnesvita við Grundarfjörð yfir að Lambanesi á Barðaströnd. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í áratugi vegna samkomulags við æðarbændur á svæðinu.

 

 

 

Arthúr segir að enn sem komið er séu litlar fréttir af vertíðinni, fáir komnir á sjó og það sé bein afleiðing veðurfarsins, menn fari ekki af stað að neinu marki fyrr en aðstæður batni. Markaðslega segir hann gott útlit með vertíðina, en fyrsta verð sem nefnt er fyrir hrogn upp úr sjó sé heldur lægra en meðalverðið var á vertíðinni í fyrra. Þá var það rúmar þúsund krónur fyrir kílóið. Í fyrra var fjöldi báta á vertíðinni meiri en verið hafði í langan tíma, 344 bátar á landinu öllu og sumar útgerðir komnar með tvo báta. Arthúr segist vita til þess að útgerðir séu komnar með þrjá báta núna.

„Þetta var náttúrlega ævintýraleg veiði eins og á Snæfellsnesinu þar sem hún sló öll met og var hreint ótrúleg. Svo voru bátarnir sem sóttu á Faxaflóann líka að gera gríðarlega góða vertíð og einstaka bátur að slá heimsmet, eins og báturinn frá Skaganum sem fékk 30 tunnur í einni veiðiferð.“

Arthúr segir að það sé tvímælalaust þessi góða útkoma sem er að trekkja núna, en smábátasjómenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og mæltust til þess við ráðuneytið að veiðitíminn á hvern bát yrði styttur í 50 daga úr 62. „Þegar veiði er viðunandi og þaðan af betri á öllum svæðum hjá okkur, Kanadamönnum, Grænlendingum og Norðmönnum, hefur sýnt sig að markaðurinn er mjög viðkvæmur. Ef að eitthvað smá offramboð skapast veldur það hlutfallslega mikilli verðlækkun hrogna, sem við viljum komast hjá. Ef veiðin verður treg og greinilegt að markaðurinn þolir meira, er auðvelt fyrir okkur að fjölga veiðidögunum,“ segir Arthúr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is