Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2011 03:37

Sr. Björn gefur Akurnesingum einkabókasafn sitt

Sr. Björn Jónsson, fyrrverandi prófastur á Akranesi, gaf í gær Akurnesingum einkabókasafn sitt. Tvímælalaust er um að ræða eitt stærsta bókasafn í einkaeigu hér á landi og afar fágætt fyrir ýmsar sakir. Formleg afhending safnsins fór fram á heimili Sr. Björns og eiginkonu hans Sjafnar Jónsdóttur. Árni Múli Jónasson bæjarstjóri, fulltrúar úr bæjarstjórn og frá Bókasafni Akraness veittu gjöfinni viðtöku en safninu verður komið fyrir á Bókasafni Akraness. Þar sem safnið er stórt að sniðum og telur þúsundir bóka, sem margar hverjar eru afar verðmætar og um leið fágætar, mun taka nokkurn tíma að fara í gegnum það, flokka það, skrá og koma í það horf að hægt verði að stilla því fram til sýnis og skoðunar.

 

 

 

Við athöfnina gerði Sr. Björn gestum grein fyrir hinum mikla bókaáhuga sem hann hefur haft frá unga aldri. Fyrst safnaði hann auk bóka m.a. hljómplötum en lét af söfnun þeirra þegar bróðir hans Stefán tók við þeim kaleik. Bókum hefur hann hins vegar safnað nær alla tíð utan nokkurra ára í kringum 1960 þegar hann varð fyrir því óláni að miðstöðvarketill gaf sig og vatn flæddi í kjallara þar sem mikið safn tímarita var til geymslu. „Eftir nokkurn tíma tók ég hins vegar til við að safna bókum á ný og hef gert allar götur síðan,“ sagði Séra Björn.

 

Meðal fágætra bóka í safninu má nefna hér um bil allar útgáfur Passíusálmanna og allar sálmabækur sem gefnar hafa verið út hér á landi. Þá er meðal sérstöðu safnins að í því er að finna nær allt sem Vestur Íslendingar gáfu út ytra en þeir voru sérlega bókhneigðir. Ólafur Ragnar Grímsson  forseti hefur kynnt sér safnið og fullyrðir að það sé stærsta safn útgáfu Vestur Íslendinga sem til er á einum stað. Sjálfur segir Björn að safn bóka Vestur Íslendinga sé kannski ekki dýrmætt sökum innihaldsins, heldur miklu fremur fágætis. Auk þess geymir safnið nokkrar eldri bækur. Sem dæmi sýndi Sr Björn gestum bókina Grönlandíu sem prentuð var í Skálholti 1685, Sögu Ólafs konungs Tryggvasonar sem gefin var út í Kaupmannahöfn um 1600 og fyrsta almanak Þjóðvinafélagsins sem kom út 1880. Fram kom að meðal bóka Sr Björn er flest það sem gefið var út af Beitistaðaprenti, Leirárgarðaprenti, Hrappseyjarenti og í Viðey og ýmsar fleiri bækur sem prentaðar voru í Skálholti fyrr á öldum. Loks má nefna að í safni Sr Björns eru allar fyrstu ljóðabækur skálda fram til aldamótin 1900. Loks má geta að safninu fylgir heildstætt safn ýmissa tímarita  á borð við Æskuna, Faxa og Austra svo dæmi séu tekin.

 

Þessa höfðinglegu gjöf tileinkar Sr. Björn tengdaföður sínum, Sr. Jóni M. Guðjónssyni en hún er  einnig tileinkuð Páli syni þeirra hjóna, Sr. Björns og Sjafnar, sem lést 25. apríl 1961, en Páll hefði orðið fimmtugur í ár hefði hann lifað. Valinkunna menn hefur Sr Björn valið til að verða í tilsjónarstjórn með bókagjöfinni. Það eru Einar Ólafsson, Haraldur Sturlaugsson og Jóhanna Jóhannesdóttir og til vara Skagfirðingurinn Hörður Pálsson. „Þetta góða fólk á í rauninni einungis að fylgjast með og vera, en ekkert að gera,“ sagði Björn.

 

Árni Múli Jónasson, Sveinn Kristinsson, Guðmundur Páll Jónsson og Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður tóku öll til máls og þökkuðu Séra Birni og Sjöfn fyrir rausnarlega gjöf og höfðingsskap. Gjöfin endurspeglaði vel þann hug sem þau bera til bæjarins og íbúa hans. Lofuðu þau að safninu yrði hlúð og því skapaður viðeigandi sess þannig að bæjarfélagið og íbúar á Akranesi nytu góðs af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is