Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2011 12:04

Ævintýralegt fiskirí á Breiðafirði

„Breiðafjörðurinn er fullur af fiski og hér þurfa netabátar jafnvel að fara aukaferð í land til að yfirfylla ekki bátana. Þannig kom Bárður SH að landi í gær með fullfermi, eða 17 tonn, eftir nokkra tíma en þurfti að fara aftur út til að sækja síðustu tíu netin. Það stóð heima að það komu tíu tonn úr þessum tíu netum,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Kristinn segir eðlilegt að mikill fiskur sé á ferð. Fjörðurinn sé nú fullur af dauðri loðnu og þá er mikið af síld í innfjörðunum. Það er því fjölskrúðugt fuglalíf, fullt af háhyrningum og lífi um allt. Vafalaust mun svo verða mikil veisla hjá krabbadýrum í kjölfarið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að nú séu nokkrir bátar búnir eða að ljúka við að fylla kvótann og nú skorti fátt annað en áræði embættis- og stjórnmálamanna að auka við kvótann.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is