Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2011 03:01

Vatnasvæði Hvítár til umfjöllunar á málþingi

Framundan er málþing um vatnasvæði Hvítár, í samstarfi Snorrastofu og Veiðimálastofnunar. Það verður haldið á morgun, laugardag Hátíðarsal Snorrastofu í Héraðsskólahúsinu í Reykholti. Málþingsstjórn verður í höndum Óðins Sigþórssonar formanns Landssambands veiðifélaga og Veiðifélagsins Hvítár, og mun þingið standa frá kl. 13 til 17. Þingið hefur hlotið yfirskriftina „Vatnasvæði Hvítár. Búsvæði, veiðinýting – sjálfbærni til framtíðar“ og við undirbúning þess var kappkostað að nálgast málefni þessarar miklu veiðiár frá sem fjölbreytilegustu sjónarhorni. Víst er að það muni höfða til margra í okkar vatnsríka og fengsæla héraði.

 

 

 

 

Á málþinginu flytur Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, formaður Veiðifélagsins Grímsár, erindið Laxar og laxakallar, þar sem hann fjallar um veiðinýtingu í Borgarfirði frá  landnámi til dagsins í dag og þýðingu veiðihlunninda fyrir búsetu í Borgarfirði.  Þá flytur Sigurðar Már Einarssonar hjá Veiðimálastofnun erindi, sem hann nefnir Búsvæði og búsvæðaval ferskvatnsfiska í Borgarfirði. Í því rekur hann hvaða tegundir finnast á svæðinu og hvar þær er helst að finna innan vatnasvæðisins. Hann munn einnig fjalla um einkenni fiskistofnanna og lífssögulega þætti sem einkenna þá sem og stöðu fiskistofna og nýtingu þeirra.  Heiti erindis Guðna Guðbergssonar, einnig hjá Veiðimálastofnun, er Laxastofnar Borgarfjarðar 20 árum eftir upptöku neta.  Þar er umfjöllunarefnið þróun veiðinýtingar hjá laxastofnum í Borgarfirði undanfarna áratugi.  Síðastur á mælendaskrá er Ingi Rúnar Jónsson Veiðmálastofnun, sem flytur erindið, Bleikjan í Hvítá. Veiðinýting og göngur. Hann gerir grein fyrir rannsóknum á göngumynstri og búsvæðanotkun bleikjunnar á vatnasvæði Hvítár.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður þar sem fyrirlesarar sitja fyrir svörum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is