Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2011 08:01

Menningarráð úthlutaði tæplega 27 milljónum króna í styrki

Menningarráð Vesturlands úthlutaði síðastliðinn föstudag styrkjum vegna menningarársins 2011. Var hæstu styrkjunum, 400 þúsund krónum og hærri, úthlutað við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti, Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi.  Í ræðu Jóns Pálma Pálssonar formanns Menningarráðs kom m.a. fram að búið er að úthluta 160 milljónum króna á þeim sex árum sem Menningarráð Vesturlands hefur starfað. Framlög úr ríkissjóði til ráðsins þetta ár námu 23,4 milljónum króna, sem er 2,6 milljóna lækkun frá árinu 2010. Sveitarfélögin á Vesturlandi styrkja Menningarráðið auk þess um 10,5 milljónir, sem er óbreytt framlag frá árinu áður. Samtals var úthlutað 26,6 milljónum króna til 71 verkefnis, en sótt var um styrki til 138 verkefna að upphæð tæplega 92 milljónir króna. 

Jón Pálmi gat þess að framundan er að ríkið geri menningarsamning sem að þessu sinni gildir í þrjú ár. Það gefi festu í þessa starfsemi og hægt verður að skipuleggja verkefni lengra fram í tímann. Reiknað er með að samningarnir verði undirritaðir á næstunni.

 

Hæstu styrkir í Borgarnes

Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu Brúðuheimar í Borgarnesi, hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M Jónsdóttir en þau fengu úthlutað 1.250.000 krónum vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið, brúðuleikhús fyrir fullorðna leikhúsgesti.  Landnámssetur Íslands fékk einnar milljónar króna styrk til að setja upp systrasýningarnar „Töfrar heiðninnar“ fyrir börn og fullorðna, eftir Þór Túliníus í leikstjórn Peter Engkvist. Auður Hafsteinsdóttir fékk eina milljón króna vegna Reykholtshátíðar og verkefni Ásu Hlínar Svavarsdóttur; gamanleikurinn Draumurinn, eftir W. Shakespere fékk eina miljón króna. Það er um að ræða verk sem unnið verður með fjögur listform; leiklist, dans, tónlist og myndlist.

Að sögn Elísabetar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra Menningarráðs voru mörg áhugaverð verkefni sem fengu styrki í ár. Við athöfnina fluttu nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar brot úr söngleiknum Dark Site of the Moon, sem frumfluttur verður í skólanum næstkomandi föstudag.

 

Nánar um styrkþega í Skessuhorni sem kemur út næstkomandi miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is