Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2011 01:30

Fyrstu fermingarnar eru í dag

Í dag klukkan 14 verða fyrstu börnin á Vesturlandi fermd. Nítján ungmenni fermast þá í Akraneskirkju þar sem prestur er séra Eðvarð Ingólfsson. Sá siður hefur lengi tíðkast hér á landi að ferma ungmenni. Eftir siðaskiptin, á sextándu öld, féll ferming víðast hvar niður meðal lútherstrúarmanna þar sem þeir viðurkenndu hana ekki sem sakramenti. Hún hélst hins vegar við á Íslandi og var lögfest í danska ríkinu 1736 sem athöfn á undan fyrstu altarisgöngu, að undangenginni fræðslu í kristnum fræðum. Altarisgangan var sem sé aðal málið.

 

 

 

 

Fyrir okkur á Íslandi þýðir ferming staðfesting. Staðfesting á þeirri ákvörðun foreldra að láta skíra barnið og yfirlýsing viðkomandi að hann vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Miklar vangaveltur hafa af og til blossað upp um hvort barn sé nógu gamalt til að staðfesta skírn sína 14 ára, eða hvort það sé of gamalt. Ekki skal lagður dómur á það. Sumir prestar hafa þó farið þá leið að spyrja ekki hinnar mikilvægu spurningar um hvort einstaklingurinn vilji leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Spurningin sem stendur eftir er þá hvort um eiginlega fermingu sé að ræða.

 

En fermingin er einnig annað og meira. Hún hefur löngum táknað að viðkomandi einstaklingur væri þar með kominn í fullorðinna manna tölu. Það er ekki lítið stökk. Á einum degi fer einstaklingur frá því að vera barn til þess að verða fullorðinn. Áður fyrr urðu mikil þáttaskil við þessa athöfn, líklega meira en við þekkjum nú. Umbúnaður í kringum ferminguna var sannarlega misjafn milli heimila, þá eins og nú. Það fór allt eftir efnahag. Þó virðist ætíð hafa verið reynt að gera daginn eftirminnilegan fyrir fermingarbarnið hér á landi, alveg sama þótt fólk byggi við kröpp kjör eða ekki. Á sumum bæjum þótti gott ef bakaðar voru pönnukökur í tilefni dagsins. Það var kannski svo mikil nýbreytni að fermingarbarnið mundi það alla ævi. Ekki fengu öll börn fermingargjafir. Efnin hrukku ekki til þess en dagurinn og umgjörð hans urðu dýrmæt minning í huga þess sem fermdist.

 

Stúlkur áttu að klæðast hvítum, síðum kjölum. Allur gangur var á því hversu vel gekk að útvega slíka flík, sérstaklega á efnaminni bæjum. Margar frásagnir eru af því að sami fermingarkjóllin hafi verið notaður af mörgum stúlkum, enda einungis flík til að vera í við sjálfa athöfnina, kyrtill þess tíma. Þegar heim var komið var skipt um föt og farið í svokallaðan “eftir fermingarkjól.” Drengir voru hins vegar, alla jafnan, í jakkafötum bæði við athöfnina og heima á eftir. Margir þeirra fengu lánuð fermingarföt af strák sem fljótt hafði vaxið upp úr þeim eða einfaldlega að keypt voru notuð föt.

 

Það mun hafa verið sr. Jón M. Guðjónsson sóknarprestur á Akranesi sem fyrstur hugleiddi innleiðingu á fermingarkyrtlum. Með því nota kyrtla þyrftu börn frá efnaminni heimilum ekki að hafa áhyggjur af klæðnaði sínum við fermingarathöfnina. Eftir því sem fram kemur á vef Ljósmyndasafns Akraness sendi Margrét dóttir hans, sem var í Noregi, Sr. Jóni snið af kyrtli sem notaður var þar. Sagði séra Jón frá þessu og ræddi meðal annars innleiðingu kyrtla við sr. Pétur Sigurgeirsson sem þá var sóknarprestur á Akureyri. Þar var hugmyndin gripin strax á lofti svo líklega eru það börn á Akureyri sem fyrst fermdust í kyrtlum, viku á undan ungmennum á Akranesi. Fyrstu börnin skrýddust kyrtlum í fermingarguðsþjónustu á Akranesi 9. maí 1954. Eins og allir vita er þessi siður nú tíðkaður við flestar kirkjur á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is