Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2011 08:01

Grundfirðingar töpuðu í fyrsta leik

Grundarfjörður hóf keppni í C-deild Lengjubikarsins á sunnudagskvöldið í Akraneshöllinni. Þar mættu þeir liðsmönnum Augnabliks úr Kópavoginum.

Það var svolítill vorbragur á Grundfirðingum því þeir lentu 1-0 undir snemma leiks. Vörnin var ekki alveg að gera sig því að skömmu síðar komust Augnabliksmenn í 2-0 og virtust til alls líklegir. Skömmu fyrir leikhlé átti Arnar Dóri Ásgeirsson sendingu inn fyrir vörn Augnabliksmanna og Hilmir Hjaltason náði að laga stöðuna í 2-1 fyrir Grundfirðinga. Leikur Grundarfjarðar lagaðist töluvert þegar leið á leikinn og meira skipulag komst á menn.

 

 

 

 

 

Í síðari hálfleik bætti Augnablik við marki og komust í 3-1 en stuttu eftir það var Arnar Dóri á ferð inn í vítateig og var felldur. Dómarinn flautaði og benti á vítapunktinn og Finnbogi Llorens steig fram og skoraði af miklu öryggi upp í samskeytin vinstra megin. Staðan orðin 3-2 og leikurinn orðinn spennandi. 

Þegar leið á seinni hálfleikinn fóru menn að þreytast og Augnabliksmenn náðu að bæta við marki og koma sér í 4-2. Skömmu eftir það þá náði Sindri Kristjánsson, sem var nýkominn inná sem varamaður, að næla sér í rautt spjald með glórulausri tæklingu á einn Augnabliksmanninn og var réttilega sendur í sturtu. Einum færri reyndu Grundfirðingar að halda þetta út en Augnabliksmenn náðu að setja eitt mark í lokin og þar við sat. Leikurinn endaði með sigri Augnabliks og var hann nokkuð sannfærandi 5-2.

Næsti leikur Grundarfjarðar verður í Akraneshöllinni 2. apríl gegn Álftanes sem gerði 1-1 jafntefli við Kára frá Akranesi á sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is