Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2011 09:17

Oddaleikur hjá Snæfelli og Haukum

Það ætlar ekki að verða auðvelt fyrir Snæfell að komast upp úr 8-liða úrslitum IE-deildarinnar í körfubolta. Þeir áttu í brösum með Hauka í fyrsta leik liðanna  í Hólminum sl. föstudagsköld og töpuðu svo fyrir þeim í öðrum leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi. Nánast sömu lokatölurnar hafa verið í leikjunum, 76:67 í fyrri leiknum og 77:67 í þeim seinni. Liðin mætast því í oddaleik í Hólminum annað kvöld.  

 

 

 

 

 

 

Haukarnir mættu mjög grimmir til leiks á Ásvöllum eins og í fyrri leiknum og voru nú búnir að finna svar við svæðisvörninni sem varð þeim að falli í leiknum í Hólminum. Haukarnir voru með frumkvæðið í byrjun en Snæfellingar náðu að hanga í fram að hálfleik en þá var staðan 38:37 fyrir Hauka. Heimamenn voru svo í ham í seinni hálfleiknum og náðu að slíta sig frá aftur án þess að gestunum tækist að jafna. Í þriðja leikhlutanum var yfirleitt fimm stiga munur á liðunum, en varð svo meiri á lokakaflanum.

Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 14 stig og 5 fráköst, Ryan Amaroso skoraði 13 og tók 15 fráköst, Sean Burton var einnig með 13 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Atli Rafn Hreinsson 9 stig og 4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Zeljko Bojovic 5, Sveinn Arnar Davíðsson og Emil Þór Jóhannsson 2 stig hvor.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is