Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2011 09:17

Oddaleikur hjá Snæfelli og Haukum

Það ætlar ekki að verða auðvelt fyrir Snæfell að komast upp úr 8-liða úrslitum IE-deildarinnar í körfubolta. Þeir áttu í brösum með Hauka í fyrsta leik liðanna  í Hólminum sl. föstudagsköld og töpuðu svo fyrir þeim í öðrum leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi. Nánast sömu lokatölurnar hafa verið í leikjunum, 76:67 í fyrri leiknum og 77:67 í þeim seinni. Liðin mætast því í oddaleik í Hólminum annað kvöld.  

 

 

 

 

 

 

Haukarnir mættu mjög grimmir til leiks á Ásvöllum eins og í fyrri leiknum og voru nú búnir að finna svar við svæðisvörninni sem varð þeim að falli í leiknum í Hólminum. Haukarnir voru með frumkvæðið í byrjun en Snæfellingar náðu að hanga í fram að hálfleik en þá var staðan 38:37 fyrir Hauka. Heimamenn voru svo í ham í seinni hálfleiknum og náðu að slíta sig frá aftur án þess að gestunum tækist að jafna. Í þriðja leikhlutanum var yfirleitt fimm stiga munur á liðunum, en varð svo meiri á lokakaflanum.

Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 14 stig og 5 fráköst, Ryan Amaroso skoraði 13 og tók 15 fráköst, Sean Burton var einnig með 13 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Atli Rafn Hreinsson 9 stig og 4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Zeljko Bojovic 5, Sveinn Arnar Davíðsson og Emil Þór Jóhannsson 2 stig hvor.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is