Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2011 07:01

Litla búðin í Grundarfirði

Litla búðin á Akranesi opnaði útibú í Sjálfstæðishúsinu við Grundargötu 24 í Grundarfirði um miðjan febrúarmánuð. Vel hefur gengið og er Elínborg Lárusdóttir, eða Ellen í Litlu búðinni, þakklát fyrir frábærar viðtökur. “Hingað á Akranes hefur alltaf komið mikið af konum af Snæfellsnesi. Þær voru farnar að spyrja mig af hverju ég kæmi ekki bara vestur. Ég var í raun komin með hóp fastakúnna frá Snæfellsnesi sem bæði komu aftur og aftur eða hringdu og pöntuðu hjá mér vörur. Því var ákveðið að láta slag standa og þjónusta þessar konur á svæðinu, en Grundarfjörður var valinn því þá er búðin mest miðsvæðis. Markmiðið er að veita góða þjónustu en við höfum til dæmis sent nýjar vörur í hverri viku frá því við opnuðum og stundum tvisvar. Heimamenn eru greinilega ánægðir því við höfum lengt opnunartímann frá því við opnuðum fyrst, nú er opið milli kl. 14 og 18, frá þriðjudegi til föstudags,” sagði Ellen í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

 

Hafa allt sem konur þurfa

Litla búðin hefur verið á Akranesi frá 1998, fyrst í tólf fermetra geymsluherbergi á heimili Ellenar. “Nafnið Litla búðin festist við búðina á þessum tíma, þó svo að búðin sé búin að vera í 130 fermetrum frá 2005. Í ár ákváðum við síðan að fara í útrás, aðeins seinna en allir hinir útrásarvíkingarnir,” segir Ellen og hlær. “Við sjáum til hvað verður um verslunina í Grundarfirði. Það getur vel verið að það sé ákveðið nýjabrum á þessu núna. Ef það heldur áfram að ganga vel þá verðum við þarna áfram en ef ekki þá hættum við,” sagði Ellen að lokum.

Aðalheiður Birgisdóttir tók á móti blaðamanni þegar hann leit við í Litlu búðinni í Grundarfirði í síðustu viku. “Viðtökurnar hafa verið mjög góðar,” sagði hún, “og það er heldur betur þörf fyrir svona búð hér í bæ. Við höfum einnig verið að fá mikið af konum til okkar frá nágrannabæjum okkar á Snæfellsnesinu. Ég held að viðtökurnar hafi farið fram úr öllum vonum.” Í Litlu búðinni í Grundarfirði er að finna fatnað fyrir konur á öllum aldri í mörgum stærðum. Einnig má finna náttföt á bæði unga stráka og stelpur sem og vandaða skartgripi. “Allt það sem konur þurfa, það er til hérna,” sagði Aðalheiður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is