Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2011 08:01

Dalabyggð gerir úttekt á rekstri Silfurtúns

“Hér eins og víða annars staðar hefur rekstur dvalarheimilisins verið þungur og sveitarfélagið þurft að borga með því talsverða peninga á hverju ári. Óskað hefur verið eftir leiðréttingu og að úttekt verði gerð á starfseminni. Við höfum óskað eftir þátttöku ríkisins í því, en við því hefur ekki verið orðið. Því ákvað sveitarstjórnin að standa sjálf fyrir úttektinni,” segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn, en nú liggur fyrir úttektarskýrsla á rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Silfurtúns.  Það voru þær Guðrún J. Jónsdóttur framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Hornafirði og Jóhanna S. Kristjánsdóttur sérfræðingur á heilbrigðissviði frá Háskólanum á Akureyri sem voru fengnar til að vinna úttektina. Fram kemur í skýrslunni að mögulega sé hægt að hagræða nokkuð í rekstri Silfurtúns, m.a. með breytingum á vaktafyrirkomulagi.

Í skýrslunni kemur einnig fram, að sögn Sveins, að samkvæmt gildandi viðmiðunum eigi sveitarfélagið rétt á greiðslum frá ríkinu vegna fleiri hjúkrunarrýma í Silfurtúni en viðurkennt hafi verið.

Aðspurður segir sveitarstjóri að láta muni nærri að Dalabyggð þurfi að greiða um 15 milljónir með rekstri Silfurtúns fyrir síðasta ár. Deilan við ríkisvaldið hefur staðið um að ríkið vill einungis greiða fyrir átta hjúkrunarrými í Silfurtúni en heimamenn hafa talið að þau þurfti að vera á bilinu 10-12. „Í dag eru átta hjúkrunarrými og sex dvalarrými á heimilinu en hluti einstaklinga í dvalarrýmum er að fá hjúkrunarþjónustu án þess að ríkið taki þátt í þeim kostnaði,“ segir Sveinn. Úttektarskýrslan verður á næstunni rædd innan sveitarstjórnar og einnig kynnt starfsfólki Silfurtúns, en þar starfa 23 í rúmlega 16 stöðugildum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is