Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2011 08:58

Snæfell á leið í undanúrslit eftir sigur í oddaleik

Fullt var á pöllunum í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi þegar Snæfell tók á móti Haukum í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Snæfellingar unnu fyrsta leikinn 76-67 í Hólminum síðastliðið föstudagskvöld en þeir töpuðu útileiknum 77-67 á mánudaginn. Þeir lönduðu þó öruggum heimasigri í gærkvöldi 87-73 og munu mæta Stjörnunni í undanúrslitunum á sunnudag.  Hólmararnir fóru rólega af stað, spennan var mikil enda Íslandsmeistaratitillinn í húfi. Fyrstu þrjú stig Snæfells komu úr vítaskotum en það var Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem skoraði þau. Haukarnir voru til alls líklegir í fyrri hálfleik og voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 15-16. Sean Burton sem meiddist illa á ökkla í fyrsta leik liðanna í síðustu viku, og var tæpur í öðrum leiknum, mætti ferskur til leiks og hann, ásamt Jóni Ólafi Jónssyni, komu Snæfelli yfir í öðrum leikhluta. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Snæfell var yfir í leikhléi, 46-42.

 

 

 

Heimamenn komu með gífurlegum krafti inn í seinni hálfleikinn. Ryan Amaroso átti mjög góðan leik og varnarleikurinn var mun betri en áður. Jón Ólafur og Pálmi Freyr settu sitt hvoran þristinn í kjölfarið og Snæfellingar voru stungnir af. Þeir náðu að halda þessum mun út leikhlutann og staðan var 69-56 heimamönnum í vil fyrir loka fjórðunginn.

 

Amaroso hóf fjórða leikhlutann með látum, fékk dæmda villu og skoraði úr báðum vítaskotunum. Snæfell hélt áfram að breikka bilið. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fékk Sean Burton dæmda á sig fimmtu villuna og þurfti að fara af leikvelli. Jón Ólafur var sömuleiðis kominn á bekkinn, enda með fjórar villur. Það kom þó ekki að sök, Haukarnir voru búnir að gefa upp alla von. Lokatölur urðu 87-73 og Snæfell heldur titilvörn sinni áfram næstkomandi sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í undanúrslitum.

 

Ryan Amaroso var stigahæstur í liði Snæfells með 27 stig og 15 fráköst en næstur kom Sean Burton með 14 stig og fimm fráköst. Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerðu báðir 13 stig, Jón tók sex fráköst og Pálmi gaf sex stoðsendingar. Zeljko Bojovic gerði níu stig og tók átta fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson skoraði sex stig, Emil Þór Jóhannsson fjögur og Atli Rafn Hreinsson eitt úr víti. Gerald Robinson var atkvæðamestur í liði Hauka með 22 stig og 14 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is