Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2011 10:00

Dragnótabátarnir á tæplega hálfum afköstum

Dragnótaveiðiflotinn í Snæfellsbæ hefur verið að fá góðan afla þá daga sem hægt hefur verið að róa, en bæði vegna slæms veðurs undanfarið og lítillar kvótastöðu hafa flestir þeirra róið aðeins tvo til þrjá daga í viku og verið að fá upp í 40 tonn yfir vikuna. Skipverjar á Rifsara fögnuðum hæglætis vindi og hækkandi hita á veiðunum í gær og settu 15 tonn úr fjórum köstum í lestina en þá var búið að fá skamtinn, 40 tonn yfir vikuna og var þá kominn tími til að sigla heim og fara í helgarfrí. Þannig hefur marsmánuður verið hjá Rifsurum líkt og hjá öðrum smærri útgerðum sem gera út á dragnót. Sjósókn hefur verið þetta tvo til þrjá daga en hina fjóra til fimm verið helgarfrí.

 

 

 

 

Það er af sem áður var þegar róið var stíft og helst alla daga þó svo veður væru slæm og nóg var til af þorski og ýsu í hafinu. Miðað við fiskgengd í Breiðarfirði þessar vikurnar mætti þó halda að nóg væri til af fiski til að auka kvótann. Ef kvótinn verður ekki aukinn á þessari vertíð er útlit fyrir að flestir dragnótabátarnir verði bundnir við bryggju frá maí og fram í september. „Þá kemur að fjármálaráðherra að borga til baka í formi atvinnuleysisbóta það sem hann hefur nú þegar tekið af sjömönnum með auknum skatttekjum,“ segja skipverjar á Rifsara, sem ekki myndu slá hendinni á móti því að fá að veiða meira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is