Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2011 01:15

Vilja auknar vegabætur í Borgarfirði

Nýverið sendi sveitarstjórn Borgarbyggðar þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Vegagerðinni bókun um framkvæmdir vegna vega í Borgarbyggð og umferðaröryggi. Bókunin var samþykkt samhljóða í sveitarstjórn. Þar segir m.a. að Borgarbyggð sé afar landstórt sveitarfélaga og óvíða sé vegakerfið jafn umfangsmikið og innan þess, en áætlað er að alls telji stofnvegir, tengivegir, héraðsvegir og landsvegir  800 kílómetra í sveitarfélaginu.  „Það gefur því auga leið að afar brýnt er að þessum vegum sé vel við haldið, þeir betrumbættir þar sem við á og reynt að gera vegina þannig úr garði að þeir séu sem öruggastir fyrir þá miklu umferð sem um þá fer.“  Sveitarstjórn Borgarbyggðar skorar því á Vegagerðina að ráðast í aðgerðir til viðbótar við þau verkefni sem þegar eru á áætlun árið 2011 og lýsir sig reiðbúna til samráðs og samstarfs við Vegagerðina um þessar aðgerðir.

 

 

 

Í fyrsta lagi segir að um stofnvegi að mikil umferð sé um þjóðveg 1 og aðra stofnvegi í sveitarfélaginu. Ráðast þurfi í úrbætur við gatnamót þjóðvegar 1 og Borgarfjarðarbrautar á Seleyri. Þá þurfi að setja upp lýsingu frá hringtorgi við þjóðveg 1 og Snæfellsnesveg nr. 54 að gatnamótum þjóðvegar 1 og heimreiðar að Hamri. Loks þurfi að ráðast í aðgerðir við þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes, sem auki öryggi gangandi og hjólandi umferðar.

 

Um Tengi- og héraðsvegi segir að um 2/3 af vegakerfinu í Borgarbyggð séu þannig og fæstir þeirra séu lagðir bundnu slitlagi. „Því er mikilvægt að á næstu árum verði lagt bundið slitlag á tengivegi til að auka öryggi, draga úr viðhaldskostnaði og draga úr orkunotkun bifreiða.  Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á að þeir vegir sem áfram verða með malaryfirborði fái nauðsynlegt viðhald.  Þannig að þeir sem við þá búa og þurfa að nýta þá dags daglega geti farið sinna ferða án mikillar áhættu eða tafa.“

 

Að endingu fjallar sveitarstjórn um vegina um Uxahryggi og Kaldadal í ályktun sinni. „Með fjölgun ferðamanna verður ferðaþjónusta sífellt mikilvægari atvinnugrein fyrir íbúa Borgarbyggðar sem og aðra landsmenn.  Betri vegur um Kaldadal myndi skapa ný tækifæri í ferðaþjónustu og stórauka möguleika á samstarfi Vestlendinga og Sunnlendinga á ýmsum sviðum.  Samhliða lagfæringum á vegi um Kaldadal er mikilvægt að fara í lagfæringar á Uxahryggjavegi neðan við gatnamót Uxahryggjarvegar og Kaldadalsvegar til að hann teppist síður yfir veturinn.  Brýnast af öllu er þó að leggja bundið slitlag á veginn inn Lundareykjadal frá Götuási að Brautartungu.  Það verkefni hefur verið á áætlun Vegagerðinnar og er að hluta tilbúið til útboðs.  Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á það tefjist ekki og fyrsti hluti þess verði boðinn út á árinu 2011.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is