Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2011 06:57

Fulltrúar eigenda OR þögulir sem gröfin

Á undanförnum dögum hefur hvisast út að verulegra kostnaðarhækkana sé að vænta á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan; enn er langt í land með að rekstur fyrirtækisins standi undir tífaldri hækkun skulda frá því fyrir tíu árum síðan. Þær voru 230 milljarðar króna samkvæmt árshlutareikningi 3. ársfjórðungs 2010. Nú hefur það spurst út að mikilla gjaldskrárhækkana sé enn að vænta til viðbótar við 28,5% hækkun gjaldskrár 1. október sl.  Þrátt fyrir að Skessuhorn hafi spurt nokkra sveitarstjórnarmenn, fulltrúa eigenda OR, um hvað sé að gerast á vettvangi þessa almannafyrirtækis, sem er í eigu og ábyrgð íbúa Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, eru þeir allir sem einn þögulir sem gröfin um hvers sé að vænta fyrir kaupendur þjónustu OR. Bera þeir meðal annars við nauðsyn á leynd vegna þess að OR sé þátttakandi á skuldabréfamarkaði.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur verið unnið að því síðustu mánuði að reyna að koma fyrirtækinu á réttan kjöl efnahagslega. Í því felst meðal annars aukin lántaka upp á milljarða til viðbótar á þriðja hundrað milljarða króna skuldum. Sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar hafa báðar fjallað um beiðni OR til aukinnar skuldasöfnunar. Ekki liggur fyrir hver afgreiðsla Borgarbyggðar var á erindinu en Akraneskaupstaður hefur samþykkt fyrir sitt leyti að OR taki nú 6 milljarða króna að láni til viðbótar fyrri skuldum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is