Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2011 10:25

Snæfell tapaði fyrstu rimmunni gegn Stjörnunni

Ljóst er við upphaf undanúrslita í IE-deildinni að spennandi keppni er í uppsiglingu þar sem ekkert verður gefið eftir og heimavellirnir skila ekki því sem þeir gera venjulega. Áfram ætlar titilvörnin að verða Snæfellingum erfið, þrátt fyrir mjög góða byrjun á móti Stjörnunni í fyrstu rimmu liðanna í Hólminum í gærkvöldi, dugði það ekki gegn grimmum Garðbæingum, sem fögnuðu að lokum sigri í háspennuleik 73:75. Snæfell komst í 16:1 í byrjun en þá tóku gestirnir við sér og 12 stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta. Stjarnan hélt áfram að saxa á og aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í leikhléinu 40:38 fyrir Snæfell.

 

 

 

 

Stjörnumenn byrjuðu síðan seinni hálfleikinn ekki ólíkt og Snæfell þann fyrri, og komust í langþráða forystu 45:54.  Stjarnan leiddi eftir þriðja hluta 54:58 en Snæfell náði að jafna 58:58 og fóru strax í 61:58. Síðasti leikhlutinn byrjaði af krafti og Ryan Amoroso í liði Snæfells var sjóðheitur. Leikurinn einkenndist af mikilli stöðubaráttu og Snæfell hélt naumri forystu um tíma, komst m.a. í 65:60. Leikurinn hélst áfram jafn og það var síðan fyrrum Snæfells leikmaðurinn Justin Shouse sem gerði nánast út um leikinn með tveimur þristum undir lokin, breytti þar stöðunni 72:67 í 73:72. Snæfellingum mistókst í næstu sókn. Stjörnumenn bættum við tveimur stigum þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfelli tókst aðeins að skora úr einu vítaskoti eftir það og niðurstaðan var því Stjörnusigur 73:75. Garðbæingar eru því í stöðunni 1:0 í einvíginu þegar liðin mættust í Garðabænum annað kvöld. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaviðureignina.

 

Ryan Amoroso var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum á sunnudaginn með 19 stig, 13 fráköst og 3 stoðsendingar. Sean Burton skoraði 18 tók 5 fráköst, átti 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var með tölfræðina: 12/3 fráköst/3 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst/4 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6 stig og Emil Þór Jóhannsson 2 stig. Hjá Stjörnunni voru atkvæðamestir Jovan Zdravevski 20/9 fráköst/4 stoðsendingar og Justin Shouse 19/5 fráköst/4 stoðsendingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is