Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2011 05:18

Tvö þúsund tonn af loðnuhrognum fryst á Skaganum

Á nýliðinni loðnuvertíð tóku fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver HB Granda á Akranesi og Vopnafirði alls á móti um 61.000 tonnum af loðnu til vinnslu. Skiptist þetta magn nokkurn veginn til helminga á milli þessara tveggja staða. Þetta eru mikil umskipti frá vertíðinni í fyrra en þá bárust tæplega 21.600 tonn af loðnu til þessara tveggja staða. Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóri uppsjávarveiðiskipa HB Granda, segir á heimasíðu fyrirtækisins að alls hafi verið fryst um 9.000 tonn af loðnuafurðum á vertíðinni. Þar af voru um 2.600 tonn af loðnuhrognum en af því magni voru um 2.000 tonn fryst á Akranesi. Ef litið er á afla einstakra skipa þá voru Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS öll með svipað aflamagn en heildarafli þessara skipa var 54.400 tonn á vertíðinni og aflaverðmætið 1.688 milljónir króna. Víkingur AK var gerður út í þrjár vikur á vertíðinni og var afli skipsins 6.600 tonn að verðmæti 222 milljónir króna. Heildaraflaverðmæti skipanna á loðnuvertíðinni var því um 1,9 milljarðar króna.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is