Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2011 09:01

Glímukona og sjötugur göngugarpur efst hjá UDN

Nítugasta ársþing Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, UDN, var haldið 21. mars sl. á Reykhólum. Sérstakir gestir þingsins voru Helga G. Guðjónsdóttir formaður Ungmennafélags Íslands og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri sambandsins. Finnbogi Harðarson á Sauðafelli var endurkjörinn formaður UDN. Aðrir í aðalstjórn eru Herdís Rósa Reynisdóttir á Efri-Múla, Rebekka Eiríksdóttir á Stað, Eyjólfur Sturlaugsson í Búðardal og Hjalti Viðarsson í Búðardal.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir á Erpsstöðum var útnefnd Íþróttamaður UDN árið 2010. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Á síðasta ári varð Guðbjört Lóa tvöfaldur Íslandsmeistari í glímu, bæði í opnum flokki kvenna og +65 kg flokki, auk þess sem hún sigraði á Unglingalandsmótinu í flokki stúlkna 17-18 ára. Guðbjört Lóa heldur áfram á sömu braut þar sem hún sigraði í Bikarglímu Íslands í síðasta mánuði, vann bæði opna flokkinn og +65 kg flokkinn.

 

 

 

Annar rétt á eftir Guðbjörtu í vali á íþróttamanni ársins var Sturlaugur Eyjólfsson á Brunná. Sturlaugur varð sjötugur á síðasta ári. Á afmælisdegi sínum ákvað hann að ganga á 70 fjöll á árinu. Það tókst og gott betur því alls gekk hann á 100 fjöll á árinu. Meðal fjalla sem hann lagði að baki var Hvannadalshnjúkur og 24 tindar í Glerárhringnum á rúmum sólarhring.

Aðildarfélög UDN eru ungmennafélögin Afturelding, Dögun, Stjarnan, Ólafur Pá og Æskan, Glímufélag Dalamanna, Golfklúbburinn í Dölum, auk hestamannafélaganna Glaðs og Kinnskærs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is