Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2011 04:11

Góð uppskera á Vesturlandi af Nótunni

Fulltrúar Vesturlands stóðu sig vel á lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, sem fór fram í Langholtskirkju sl. laugardag. Stúlkurnar fjórar sem voru valdar á svæðishátíðinni í Stykkishólmi 12. mars til að vera fulltrúar Vesturlands vöktu allar athygli fyrir frábæran flutning.  Tvær þeirra komu frá Tónlistarskólanum á Akranesi: Dagný Björk Egilsdóttir sem lék á píanó „Arabesque“ eftir Debussy og Elva Björk Magnúsdóttir sem lék á þverflautu „Le Petit Berger“ eftir Debussy, en meðleikari hennar var Anna Snæbjörnsdóttir píanóleikari.  Þriðja atriðið kom frá Tónlistarskóla Stykkishólms: Sylvía Ösp Símonardóttir og Berglind Gunnarsdóttir léku fjórhent á píanó, „Samba – Alla Turca,“ eftir Mozart í nýstárlegri útsetningu P.R. Buttall.

Af 25 tónlistaratriðum voru níu atriði sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran flutning, verðlaunagripi og peningaverðlaun í formi gjafabréfs frá Ítalska félaginu á Íslandi. Tvenn þessara verðlauna féllu í hlut Vesturlands. Sylvía Ösp og Berglind fengu viðurkenningu og verðlaun fyrir samleik á framhaldsstigi og Elva Björk samskonar viðurkenningu og verðlaun fyrir einleik á miðstigi.

 

 

 

Á sunnudeginum voru verðalaunahafar í sjónvarpsupptökum í Þjóðmenningarhúsinu. Gerður verður sérstakur sjónvarpsþáttur hjá RÚV um hátíðina og sýndur síðar í vor. “Þær stöllurnar stóðu sig sannarlega vel og voru kennurum sínum og skólum til mikils sóma, verðugir fulltrúar Vesturlands,” segir Jóhanna Guðmundsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Stykkishólms í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is