Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2011 05:32

Stórhækkun gjaldskrár liður í aðgerðaáætlun OR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélögin sem eiga fyrirtækið; Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hafa samþykkt umfangsmikla aðgerðaáætlun til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur og starfsemi fyrirtækisins til loka ársins 2016 við þær aðstæður sem nú eru á lánamörkuðum og fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Fjárþörf OR er áætluð 50 milljarðar króna árin 2011-2016. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að það bil verði brúað með því að fresta nýfjárfestingum og viðhaldsverkefnum í dreifikerfi, draga enn frekar úr rekstrarkostnaði, selja eignir, hækka fráveitugjald og gjald fyrir heitt vatn. Þá mun OR fá víkjandi lán hjá eigendum sínum þegar í stað og þannig komið í veg fyrir sjóðþurrð sem ella stefni í hjá fyrirtækinu fyrir mitt þetta ár.

 

 

 

 

Hækkun gjaldskrár felst í því að fráveitugjald verður hækkað um 45% og gjaldskrá fyrir heitt vatn um 8% þann 1. maí næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tekjur OR aukist um 6,1 milljarð króna til ársloka 2016 vegna hækkunar fráveitugjalds og um 1,9 milljarða króna á sama tímabili vegna verðhækkunar heita vatnsins. Útgjöld fjölskyldu í íbúð af algengri stærð aukast um tæplega 1.500 krónur á mánuði, þar af um 1.000 krónur vegna hækkunar fráveitugjalds og tæplega 500 krónur vegna verðhækkunar hitaveitu. Í tilkynningunni er ástæða gjaldskrárhækkunar tilgreind óviðunandi afkoma þjónustunnar en ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í fráveitu og hitaveitu á undanförnum árum.

 

Slegið verður á frest fjárfestingum í veitukerfum, þar á meðal fráveitukerfum á Akranesi, í Borgarbyggð og í Reykjavík, fyrir um 15 milljarða króna. Önnur fjárfesting verður skorin niður um 1,3 milljarða króna á tímabilinu. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða króna, bæði launakostnaður og annar kostnaður í starfseminni. Ekki verður ráðið í störf sem losna og reiknað er með að starfsfólki fækki nálægt 90 til ársloka 2016. Ekki er gert ráð fyrir að grípa til fjöldauppsagna líkt og síðastliðið haust. Ákveðið er að OR selji eignir sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi fyrirtækisins fyrir 10 milljarða króna á árunum 2011-2016. Þar af húseignina að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Nokkrar eignir eru þegar seldar gegn verði í samræmi við væntingar, segir í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is