Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2011 09:01

Björguðust naumlega eftir að báturinn sökk

“Þetta gerðist allt svo snöggt að ég hreinlega átta mig ekki á því hvernig mér tókst að hlaupa eftir bátshliðinni bara í skálmunum á flotgallanum. Það að mér tókst að komast í gallann held ég að hafi bjargað lífi okkar,” segir Magnús Árni Gunnlaugsson skipstjóri á litlum trillubáti sem sökk við Akurey á Sundunum við Reykjavík sl. laugardag. Magnús Árni var að sækja bátinn ásamt félaga sínum Ingibergi G. Þorvaldssyni til að gera út á grásleppu frá Akranesi. Þeir voru búnir að vera í sjónum í 20 mínútur er björgunarbátur frá Seltjarnarnesi og fleiri bátar komu á vettvang og björguðu þeim. Ingibergur var þá orðinn mjög kaldur og þrekaður, en hann missti flotgallann frá sér þegar hann yfirgaf bátinn, sem sökk skömmu eftir að þeir urðu þess varir að skutur bátsins var farinn að síga í sjóinn.

 

 

 

Magnús Árni segir að þeir hafi dólað út frá Reykjavík og sjálfsagt verið búnir að sigla í hálftíma þegar þetta gerðist. Honum hafi fundist hreyfingar bátsins undarlegar, verið litið aftur og séð hvers kyns var. Hann sendi strax út neyðarskeyti, stökk niður í lúkar og náði í lífgallana. Hann hafi verið kominn hálfur í gallann en Ingibergur aðeins úr skónum, þegar beiðni barst um endurtekningu skeytisins, en ekki gafst tími til að svara því þar sem greinilegt var að báturinn var að sökkva.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is