Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2011 11:05

Borgarbyggð í afar þröngri stöðu við björgun OR

Sveitarfélagið Borgarbyggð á sem nemur 0,93% hlut í Orkuveitu Reykjavíkur. Í gær lögðu Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fram aðgerðaplan, sem eigendur OR, þar sem þessi sveitarfélög gangast í verulegar ábyrgðir og fjárútlát vegna veitufyrirtækisins sem tæknilega er gjaldþrota og fær ekki lengur fyrirgreiðslu lánastofnana til framlengingar lána og ný lán. Borgarbyggð er það sveitarfélag sem er í hvað þrengstri fjárhagsstöðu til að veita slíka björgun. Á aukafundi í byggðarráði Borgarbyggðar sl. mánudag var samþykkt fyrirliggjandi aðgerðaáætlun vegna OR líkt og hart var lagt að öllum þremur sveitarstjórnunum að gera. Í björguninni felst m.a. að Borgarbyggð þarf að leggja OR til 75 milljónir króna. Byggðarráð samþykkti þann gjörnin með fyrirvara um að sveitarfélagið geti lagt þessa peninga til á þessu ári „þar sem handbært fé er ekki til staðar," eins og segir í bókun ráðsins.

 

 

 

 

Í tilkynningu frá byggðarráði segir m.a. að; „ljóst er að þættir í aðgerðaáætlunin munu hafa ýmis áhrif fyrir íbúa í Borgarbyggð og á rekstur sveitarfélagsins.  Í fyrsta lagi mun frestun á nýframkvæmdum leiða til þess að fráveituframkvæmdum í sveitarfélaginu mun ekki ljúka fyrr en árið 2016, en m.a. er eftir að setja vélbúnað í hreinsistöðina í Borgarnesi og lögn úr hreinstöðinni út í Borgarfjörðinni.  Þá mun viðhaldsverkefnum á hitaveitulögninni úr Deildartunguhver í Borgarnes frestast.“

Þá er í bókun byggðarráðs minnt á að gjaldskrár á hitaveitu og fráveitu munu hækka, gjaldskrá hitaveitu um 8% og gjaldskrá fráveitu um 9,5%.  „Gjaldskrárhækkun á fráveitu í Borgarbyggð verður mun minni en í öðrum sveitarfélögum þar sem tekið er tillit til þess að framkvæmdir við fráveitu frestast og að fráveitugjöld hafa verið mun hærri í Borgarbyggð en hjá öðrum eigendum Orkuveitunnar.“

 

Loks segir í tilkynningu sveitarfélagsins að gert sé ráð fyrir að Borgarbyggð veiti Orkuveitunni víkjandi lán að upphæð 112 milljónir á umræddu tímabili, 75 milljónir á þessu ári og 37 milljónir árið 2013.  Upphæðin tekur mið af hlutfallslegri ábyrgð eigenda á skuldum fyrirtækisins en hér skal ítrekað að byggðarráð setti þann fyrirvara að handbært fé yrði yfir höfuð til í sjóðum Borgarbyggðar til að hægt verði að standa við loforðið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is