Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2011 02:34

Svipaður fjöldi grásleppubáta án meðafla og í fyrra

Síðustu daga hafa verið fréttir um að mikil þorskgengd á grunnslóð sé að hafa áhrifa á veiðar grásleppubáta. Þetta hefur verið meðal annars greint á því að 30% þeirra báta sem byrjaðir eru veiðar hafa eingöngu landað hrognum. Þetta hefur verið túlkað á þann veg að brottkast sé mikið hjá grásleppusjómönnum, þar sem vitað er að þorskur veiðist gjarnan í grásleppunetin. Fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins og Félags smábátasjómanna hafa rætt um að stöðva hugsanlega veiðar um tíma, en engar ákvarðanir verið teknar með það. Arthúr Bogason formaður Félags smábátaeigenda segir ekki nýtt að meðafli sé mikill í upphafi vertíðar.

 

 

 

 

Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri Fiskistofu sagði í samtali við Skessuhorn að við skoðun á mánudag hafi komi í ljós að staðan nú væri ekki ósvipuð og á síðustu vertíð, en þá komu 36% grásleppubáta eingöngu með hrogn eða grásleppur. “Það breytir því ekki að okkur finnst full ástæða til að kanna hvort grásleppusjómenn séu að leggja net sín á þorskaslóð og landi svo ekki þorskinum. Ef það kemur í ljós er vel hugsanlegt að stöðva veiðar um tíma þar til mesta fiskgengdin er afstaðin. Það ætti að vera hagur þeirra sem ekki eru með veiðiheimildir á móti meðaflanum. Annars er það annarra en okkar að taka ákvörðun um það,” segir Eyþór fiskistofustjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is