Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2011 10:08

Akraneskaupstaður hafði lagt til hliðar fé til björgunar OR

Aðgerðaáætlun um björgun Orkuveitu Reykjavíkur, sem kynnt var sl. þriðjudag, gerir m.a. ráð fyrir að sveitarfélögin þrjú sem eiga fyrirtækið láni Orkuveitunni samtals 12 milljarða króna og miðast hlutur hvers sveitarfélags í láninu við eignarhlut þess í fyrirtækinu. Átta milljarðar króna verða greiddir út nú í apríl en afgangurinn, þ.e. fjórir milljarðar króna, koma til greiðslu árið 2013. Akraneskaupstaður, sem á 5,2% í Orkuveitunni, mun lána 442 milljónir króna í víkjandi láni sem koma mun til greiðslu nú um mánaðamótin, en sveitarfélagið hafði áður lagt þessa fjármuni til hliðar í verkefnið. Hlutur Borgarbyggðar í OR er 0,92% og er upphæðin sem kemur til greiðslu nú um mánaðamótin 75 milljónir. Fram hefur komið í fréttum Skessuhorns að sú upphæð er ekki til í handbæru fé hjá Borgarbyggð og setti byggðarráð því fyrirvara í bókun sinni um málið sl. mánudag. Sveitarfélögin eru þannig afar misvel í stakk búin til að mæta þessum útgjöldum.

Akraneskaupstaður mun síðan á fyrsta ársfjórðungi 2013 lána Orkuveitunni víkjandi lán til viðbótar allt að 221 milljón króna og Borgarbyggð 37 milljónir. Lánstími þesssara OR lána sveitarsjóðanna þriggja er til 15 ára og verða lánin endurgreidd með jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum. Lánin eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin. Þau eru verðtryggð og bera sömu vexti og lán til eigenda Lánasjóðs sveitarfélaga á hverjum tíma. 

 

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hafa sveitarfélögin þrjú sem eiga OR bundist samkomulagi um aðgerðaáætlun sem sveitarstjórnarfulltrúar telja að muni duga til að OR komist í gegnum gríðarleg fjárhagsleg vandræði fram til 2016. Eru þessar aðgerðir einkum fólgnar í frestun framkvæmda og ýmissa fjárfestinga, lækkun á rekstrarkostnaði, 45% hækkun gjaldskrár fyrir fráveitu og 8% á heitu vatni og þá er stefnt að sölu eigna sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi fyrirtækisins.  Því má segja að jákvæðustu fréttir vikunnar hafi farið í loftið í gær þegar forsvarsmenn lífeyrissjóða viðruðu vilja sinn til að kaupa Hverahlíðarvirkjun af OR. Vænta menn nú svara fulltrúa eigenda OR við tilboði lífeyrissjóðanna um viðræður um kaupin.

 

Gjaldskrárhækkanir OR munu leiða til þess að meðalútgjöld heimila vegna þjónustu Orkuveitunnar hækka um 1.500 krónur á mánuði. „Ljóst er að þær hækkanir sem hér um ræðir koma til með að bitna verulega á fyrirtækjum, sem mörg hver eiga þegar í rekstrarerfiðleikum, og því verður allra leiða leitað til að koma til móts við atvinnulífið til lagfæringar vegna þessara hækkana,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað um málið.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is