05. apríl. 2011 07:01
Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi í dag, þriðjudaginn 5. apríl kl. 10.00 - 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag.