Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2011 02:05

Mokveiði í netarallinu á Faxaflóa og Breiðafirði

Bátarnir frá Rifi sem taka þátt í netaralli Hafrannsóknastofnunar hafa mokveitt á fyrri hluta rallsins. Veiðin hefur verið það mikil að þeir hafa ekki komist yfir að taka úr öllum trossunum yfir daginn og hafa þurft að skilja eftir trossur. Sem dæmi um veiðar bátanna voru þeir hvor um sig að koma með vel yfir 30 tonna á laugardag og á fimmta tug tonna á sunnudag. Magnús SH er á veiðum á Faxaflóa og Saxhamar SH á Breiðafirði. Að sögn skipstjóranna á bátunum eru skilyrðin eins góð og hugsast getur og veiðin ævintýri líkust. Mikið af þorski enda bæði loðna og síld á svæðinu. Þá hefur veðrið verið mjög gott, en rallið byrjaði föstudaginn 1. apríl og stendur út þessa viku.

 

 

 

 

Sex bátar eru á netarallinu, auk Magnúsar og Saxhamars eru Friðrik Sigurðsson ÁR á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi, Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Þorleifur EA fyrir Norðurlandi. Skessuhorn hafði samband um borð í Glófaxa VE á mánudagsmorgun, en þar um borð er Valur Bogason fiskifræðingur sem hefur umsjón með netarallinu. Ekki náðist í Val sem var í aðgerð úti á dekki en skipstjórinn á bátnum sagði rallið fara rólega af stað hjá þeim, það væri lítill fiskur í köntunum þar suður frá. Lítið hafði frést af öðrum svæðum við landið, nema Breiðafirðinum og Faxaflóanum þar sem rallið fer greinilega mjög vel af stað.

Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði í netarallinu og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, svokallaðar fastar stöðvar en hinn helmingurinn fer á lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagðar. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar-  og þyngdarsamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is