06. apríl. 2011 08:01
Í gær voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í gerð 1,5 km vegarkafla, tengingu við nýja brú á Haffjarðará á Snæfellsnesvegi sem verið er að byggja. Átta tilboð bárust í verkið sem verður unnið í sumar og eru verklok samkvæmt útboðinu 1. október. Tilboð Borgarverks var 41,2 milljónir króna, 70,8% af kostnaðaráætlun. Færri tilboð bárust í verkið en búist var við. Þróttur ehf. á Akranesi átti næstlægsta boð, en það var 73,6% af kostnaðaráætlun, þá Nesey í Árnesi með 74,7%, Bíldrangur ehf. í Vík bauð 75% af kostnaðaráætlun, Stafnafell ehf. í Snæfellsbæ 83,9%, Valverk ehf. Borgarnesi 94,7% og Fjörður ehf. Skagafirði 97,9%. Eina tilboðið sem var yfir kostnaðarætlun kom frá Ístrukki ehf. Kópaskeri, 62,9 milljónir eða 108% af kostnaðaráætlun.