06. apríl. 2011 09:01
Framundan er hjá nemendum og starfsfólki Grunnskólans í Borgarnesi að halda árshátíð sína. Hún verður í Hjálmakletti föstudaginn 8. apríl. Það verða tvær sýningar kl. 16:30 og 18:30. „Þetta er í þriðja sinn sem árshátíð skólans er haldiin með þessu sniði. Þema hátíðarinnar í ár er ævintýri og verður það túlkað á fjölbreytilegan hátt af nemendum allra bekkja skólans. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Við verðum ekki með posa á staðnum,“ segir í tilkynningu.