07. apríl. 2011 08:01
Í Stykkishólmi skín björt stjarna, bæði á sviði íþrótta og tónlistar. Berglind Gunnarsdóttir átján ára er ein sú stigahæsta og efnilegasta í kvennaliði Snæfells og hefur átt góðu gengi að fagna í vetur bæði í meistaraflokki en ekki síður í unglingaflokki. Stelpurnar í unglingaflokki eru ósigraðar á þessu tímabili, urðu bikarmeistarar fyrir stuttu, og stefna á Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi, 9. til 10. apríl. Þá fékk Berglind, ásamt Sylvíu Ösp Símonardóttur, viðurkenningu og verðlaun fyrir samleik á framhaldsstigi á lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, í síðasta mánuði en þær léku fjórhent á píanó.
Nánar er rætt við Berglindi Gunnarsdóttur í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.