Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2011 03:01

Starfar í félagsmiðstöð trillukarlanna

Við höfnina í Rifi stendur lítill skúr. Skúrinn var fluttur þangað notaður vorið 1978 og átti að vera til bráðabirgða fram á haustið. Væntanlega var ekki sagt til um hvaða haust um væri að ræða því hann stendur þar enn. Þetta er að sjálfsögðu vigtarskúrinn við Rifshöfn en í sumar stendur til að ryðja honum burt og byggja nýjan. Þá verður einnig planið gegnt vigtarskúrnum tekið í gegn sem mun án efa breyta ásýndinni í Rifi heilmikið. Sigurður Reynir Gunnarsson hefur unnið sem hafnarvörður í Rifi frá 2001. Hann segir skúrinn hvorki halda vindi né vatni enda hafi þeir Páll Stefánsson, hinn hafnarvörðurinn í Rifi, hannað innandyra þakrennu sem safnar mesta af vatninu sem inn kemur í fötu. “Síðan eru mýs hérna á loftinu,” sagði Sigurður þegar blaðamann bar að garði í síðustu viku, “en við getum ekki með nokkru móti rukkað þær um leigu á meðan þær þurfa að vaða í öllu þessu vatni!”

 

Spjallað er við Sigurð Reyni Gunnarsson hafnarvörð í Rifi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is