Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2011 03:03

Kennari kærður fyrir kaup á vændi

Rannsóknalögreglan framkvæmdi sl. miðvikudag húsleit í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi að fengnum dómsúrskurði. Að sögn Harðar Ó Helgasonar skólameistara var ástæðan sú að einn kennari skólans hefur verið kærður til lögreglu fyrir kaup á vændi. Rannsókn málsins stendur yfir en þar til henni lýkur verður kennarinn í leyfi frá störfum. Skólameistari hefur nú tilkynnt samstarfsmönnum og nemendum skólans frá þessu. Hörður skólameistari segir að viðbrögð við málum af þessu tagi, sem kunna að koma upp í skólakerfinu, séu samkvæmt leiðbeinandi reglum sem menntamálaráðuneytið gaf út í september 2010 og beint er til skólameistara í þeim tilfellum þegar kynferðisbrotamál koma upp.  Hörður segist hafa ráðfært sig við lögfræðing á starfsmannasviði ráðuneytisins og við skólanefnd FVA. Samdóma álit þessara aðila var að viðkomandi kennari yrði sendur í leyfi meðan rannsókn stendur yfir.  

Þeir nemendur FVA sem Skessuhorn hefur rætt við eru mjög slegnir yfir þessu máli, enda kennarinn samviskusamur ogvinsæll meðal nemenda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is