Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2011 04:06

Óvíst hvort heimilt sé að setja bensínstöð við Kirkjubraut

Líkt og Skessuhorn hefur greint frá hefur fyrirtækið Skagaverk fengið heimild til að koma upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóð sinni að Kirkjubraut 39 á Akranesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er fyrirtækið í samvinnu við Atlantsolíu um framkvæmdina. Á bæjarráðsfundi Akranesskaupstaðar í gær var málið tekið upp. Einar Brandsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði áherslu á að ekki sé vilji fyrir því að bensínstöð rísi á Kirkjubraut 39 enda sé skýrt tekið fram í deiliskipulagi frá 1990 að þar eigi ekki að vera bensínstöð. “Þeir aðilar sem hafa hug á að reisa bensínstöðvar á Akranesi verði gert það kleift og þá á þeim svæðum og lóðum þar sem skipulag gerir ráð fyrir þeirri starfsemi,” segir í bókun bæjarráðs.

 

 

 

Gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir þessari starfsemi á lóðinni heldur byggingu þriggja hæða verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Um tuttugu ár eru síðan bensínstöð var lögð niður á þessum stað en aftur var sótt um leyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu þarna fyrir um fimm árum, en þá var heimild ekki nýtt til uppsetningu stöðvar. Hvorki skipulags- og umhverfisnefnd né Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerðu athugasemd við að leyfi yrði veitt fyrir sjálfsafgreiðslustöðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla lögfræðilegs álits á hvort heimilt sé að setja bensínstöð á umrædda lóð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is