10. apríl. 2011 12:21
Um 60% Íslendinga höfnuðu lögum um Icesave í þjóðaratkvæða-greiðslunni í gær. Kjörsókn yfir landið var nálægt 75%. Andstaðan við Icesave var áberandi meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sögðu 73% kjósenda í Suðurkjördæmi Nei, 63,9% hér í Norðvesturkjördæmi, 62,2% í Norðausturkjördæmi og 58,4% í Suðvesturkjördæmi. Í höfuðborgarkjördæmunum munaði minnstu milli Já og Nei fylkinga, 53,3% sögðu Nei í Rvk norður og 54,3% í Rvk suður.