Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2011 07:01

Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum

Dagana 5.-6. apríl 2011 funduðu fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finlands, Danmerkur, Grænlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á norðurslóðum (Arctic SDI). Auk fulltrúa kortastofnana tók fulltrúi Norðurskautsráðsins þátt en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðið. Verkefnið nær til mjög stórs svæðis á norðuhveli jarðar sem  þekur 1/6 af yfirborði jarðarinnar og því þarf mikla samvinnu, gott skipulag og nýjustu tækni til að hægt verði að veita notendur aðgang að stafrænum grunnkortum á netinu sem er meginmarkmið verkefnisins.  Á fundinum var fyrst og fremst fjallað verkáætlun fyrir Arctic SDI  og var hún samþykkt. Einnig var ákveðið að Magnús Guðmundssson forstjóri Landmælinga Íslands verði formaður stjórnar Arctic SDI verkefnisins næstu tvö árin, en hann er fulltrúi allra norrænu kortastofnanna.

 

 

 

Arctic SDI verkefnið á sér nokkra sögu en á fundi forstjóra norrænna kortastofnana sem haldinn var í Illulissat á Grænlandi í september 2008 var samþykkt að beina því til Norðuskautsráðsins (Arctic Council) að kortastofnanir Norðurlandanna myndu hafa frumkvæði að því að byggja upp grunngerð fyrir landupplýsingar á norðurslóðum. Síðan þá hefur verið unnið að málinu í náinni samvinnu við Norðurskautsráðið og fleiri.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is