10. apríl. 2011 06:51
Búið er að loka Borgarfjarðarbrú, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Bílar sem leið áttu um Borgarfjarðarbrú síðla dags fengu á sig sjó og brotnuðu rúður í nokkrum þeirra. Björgunarsveitarmenn í Borgarnesi, á Akranesi og víðar hafa staðið í ströngu síðan síðdegis í dag við að festa járnplötur og lausamuni sem hafa fokið. Ekkert ferðaveður er um allt suðvestanvert landið uns veðurhæðin gengur niður.