Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2011 09:25

Rúta fauk á hliðina í Grundarfirði

Þegar bílstjóri í skólaakstri fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga kom í morgun að rútunni sem ferja átti nemendur milli sveitarfélaga brá honum heldur betur í brún því rútan hafði fokið á hliðina í ofsaveðrinu sem gekk yfir Snæfellsnes í nótt. Rútan hafði verið fengin að láni hjá hópferðafyrirtækinu Sterna út þessa viku á meðan skólarútan var send suður í skoðun. Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Sterna sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væri eina eignatjónið sem fyrirtækið hefði orðið fyrir í óveðrinu, en tafir hafi þó verið nokkrar á áætlunarakstri, sérstaklega á Snæfellsnesi og á norðurleiðinni.

“Við töfðumst til dæmis með 70 manns í Staðarskála á leiðinni suður í gær. Þegar veðurhæðin fór að ganga niður um níuleytið í gærkvöldi ætluðum við að leggja af stað en Vegagerðin vildi ekki opna fyrir okkur heiðina. Við neyddumst því til að fara með hópinn Laxárdalsheiðina og Heydalinn og í ofanálag komum við að lokuðum Hvalfjarðargöngum og urðum að aka Hvalfjörðinn til Reykjavíkur,” sagði Óskar um þessa tafsömu áætlunarferð að norðan í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is