11. apríl. 2011 10:24
Kór Akraneskirkju flytur trúarlega kórtónlist við kertaljós í kvöld klukkan 20:30 í Vinaminni á Akranesi. Kórfélagar munu auk þess lesa úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Kristín Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu en stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson. „Þetta verður falleg stund á föstunni þar sem tónleikagestir fá að heyra kveðskap sr. Hallgríms og notalega kórsöngshljóma,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Aðgangseyrir er kr. 1000.