Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2011 01:01

Magnús Ingi varð þrefaldur Íslandsmeistari

Systkinin úr Krosslandinu í Hvalfjarðarsveit, Magnús Ingi og Tinna Helgabörn, sem keppa fyrir TBR, voru líkt og undanfarin ár í sviðsljósinu á Íslandsmótinu í badminton sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Einkanlega Magnús sem varð þrefaldur Íslandsmeistari og því meistari meistaranna á mótinu, en Ragna Ingólfsdóttir TBR sigraði í einliðaleik og tvenndarkeppni.

Magnús Ingi varð Íslandsmeistari í einliðaleik í annað sinn. Hann sigaði Helga Jóhannesson meistara síðustu þriggja ára í undanúrslitum og síðan Atla bróðir Helga í hörðum úrslitaslag. Þar vann Magnús fyrstu lotuna 21:19 eftir að Atli hafði byrjað betur og verið yfir lengst af. Atli vann síðan aðra lotuna 25:23 eftir framlengingu og hörkukeppni. Magnús Ingi sýndi síðan öryggi í oddaleiknum og sigraði 21:16.

 

 

 

Systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn urðu Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni. Þau sigruðu í úrslitum Helga Jóhannesson og Elínu Þóru Elíasdóttur 21:15 og 21:16. Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Magnúsar og Tinnu í tvenndarleik. Þar hafa þau sigrað þrjú ár í röð og því fengið bikara til eignar.

 

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla urðu Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson TBR. Þeir sigruðu í úrslitaleiknum þá Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarsson TBR 21:18 og 21:10. Magnús, sem leikur í dönsku badmintondeildinni með Hilleröd, segist vera í góðu formi en hafi lítið spilað einliðaleik í vetur.

 

Tinna tapaði í úrslitum einliðaleiks fyrir Rögnu Ingólfsdóttur 21:16 og 21:16. Minni munur var á þeim í úrslitunum núna og í fyrra, en Ragna setur stefnuna á að ljúka ferlinum á Ólympíuleikum á næsta ári. Í tvenndarleiknum lék Tinna með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur til úrslita móti Rögnu og Katrínu Atladóttur. Þær síðarnefndu sigruðu 21:14 og 21:16. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is