11. apríl. 2011 02:04
Aukin eftirspurn er eftir húsakosti í Brákarey í Borgarnesi. Sveitarfélagið Borgarbyggð er eigandi húsa sem tilheyrðu sláturhúsinu og hefur jafnt og þétt verið að færast aukið líf í þau. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra er eftirspurnin vaxandi. Þar er nú verið að hefja framleiðslu á morgunukorni og gluggum, en auk þess eru í húsunum húsgagnasmiður, listamenn, markaður, bátasmíði og þar er í fyrrum gærukjallara að hefja starfsemi væntanlegs Samgöngusafns. Á dagskrá er að sveitarfélagið láti rífa tvo rampa sem ekki þjóna á nokkurn hátt hlutverki sínu lengur. Annars vegar er það rampurinn milli réttarinnar og sláturhússin og annar milli frystihússins og stórgripasláturhúss.