Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2011 11:08

Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Gyrðir Elíasson rithöfundur hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 hlýtur íslenski rithöfundurinn Gyrðir Elíasson fyrir smásagnasafnið „Milli trjánna", stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar." Gyrðir er fæddur árið 1961 og gaf út sína fyrstu bók árið 1983. Eftir hann hafa komið út fjölmargar  smásagna- og ljóðabækur og fimm skáldsögur. 13 rithöfundar frá Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum voru að þessu sinni tilnefndir til verðlaunanna. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs nema 350.000 dönskum krónum, nær 7,5 milljónum íslenskra króna. Gyrðir mun veita verðlaununum viðtöku á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember í Kaupmannahöfn. Bókaforlagið Uppheimar á Akranesi gefur út bækur Gyrðis og þar á meðal bókina Milli trjánna. Eru þessi tíðindi því stór fyrir forlagið og starf Kristjáns Kristjánssonar útgefanda á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is