Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2011 09:01

Það þýðir ekkert hér um bil við ritun sögunnar

Brátt fara að koma fyrir augu Akurnesinga og annars áhugafólks um héraðssögu, tvö fyrstu bindin af fjórum um Sögu Akraness. Þessi saga hefur verið lengi í smíðum og margir hafa því án efa beðið hennar með óþreyju. Ýmsir halda reyndar að það sé létt og löðurmannlegt verk að skrifa héraðssögu, að hægt sé að hrista hana fram úr erminni á skömmum tíma, en svo er aldeilis ekki. Ef vanda skal til verksins er vinnan gríðarleg og oftar en ekki stendur söguritarinn frammi fyrir óráðnum gátum í sinni rýni og rannsókn. Heimildaöflunin er því mikilvægur og stór þáttur í þessari vinnu og í raun getur söguritarinn ekki byrjað á verkinu að neinu marki fyrr en henni er lokið. Örnefnalýsingar, könnun staðhátta, kortagerð og myndaöflun eru t.d. drjúgur verkhluti við skráningu sögunnar.

 

 

 

 

 

Að finna svör við gátunum

Blaðamaður Skessuhorns komst í skilning um hvað liggur á bak við ritun Sögu Akraness þegar hann hitti söguritarann Gunnlaug Haraldsson þjóðháttafræðing dagsstund í vikunni sem leið. Gunnlaugur er með aðstöðu í kjallara gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þar er gott rými fyrir starfsstöð og veitir ekki af, þar sem mikið veggpláss þarf fyrir öll gögn. Auk fjölda fræðirita eru þarna til dæmis hátt í 200 bréfabindi með ljósritum skjala sem tengjast sögu Akraness, um 500 síður í hverju bréfabindi. Þessi gögn hefur söguritari leitað uppi í skjalasöfnum, pælt í gegnum þau, afritað og slegið inn í tölvu, sumt stafrétt en gert útdrátt úr öðrum, og jafnvel þýtt gömul embættisskjöl úr dönsku. Gunnlaugur segir flest af þessu hafi komið að gagni við söguritunina, sumt skipt sköpum en annað reynst haldlítið þegar til kastanna kom. Þetta er veruleiki þess sem byggir rannsókn sína á frumheimildum. Hann verður að fínkemba sögusviðið, eða eins og Gunnlaugur segir; “maður þorir ekki öðru, en stundum stendur maður uppi með þá óþægilegu tilfinningu eftir tafsama leit að hafa ekki fundið fullnægjandi svar við þeirri gátu sem maður er að reyna að ráða. Sumu fær maður raunar aldrei svarað til fulls og verður þá að geta sér til um hlutina.”

 

Ítarlegt viðtal við Gunnlaug söguritara Haraldsson er í Skessuhorni sem kom út í morgun.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is