13. apríl. 2011 10:31
Skessuhorn hefur á stuttum tíma sagt frá tveimur fíkniefnamálum er varða börn undir 15 ára aldri. Í fyrra tilfellinu fannst efni í fórum ungs drengs á Akranesi og í því seinna hafði lögreglan í Borgarfirði og Dölum afskipti af þremur ungmennum á aldrinum 13 til 16 sem grunuð eru um neyslu kannabisefna. Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er fréttaskýring um aukna kannabisneyslu barna. Þar er rætt við lögregluna í Borgarnesi og á Akranesi, Karl Steinar Valsson yfirmann fíkniefnadeildar á höfuðborgarsvæðinu og Árna Einarsson annan verkefnastjóra Bara gras? verkefnisins.
Ástæða er til að hvetja foreldra barna og unglinga til að kynna sér þetta efni nánar.