Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2011 01:51

Sterk staða þorskstofnsins

Staða þorskstofnsins er sterk samkvæmt niðurstöðum úr vorralli Hafrannsóknastofnunar. Stofnvísitala þorsks hækkaði fjórða árið í röð og er nú svipuð og árin 1998 og 2004 en hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að útbreiðsla þorsks hafi verið nokkuð jöfn og helstu breytingar á útbreiðslu frá fyrra ári voru þær að meira fékkst fyrir suðaustan og norðvestan land en minna í kantinum úti fyrir Norðausturlandi. Gott ástand þorsksins er í samræmi við það að meira var af loðnu í þorskmögum en undanfarin ár og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma. Loðna fannst í þorski allt í kringum landið en mest var í þorskmögum í Breiðafirði, á Vestfjarðamiðum og grunnt út af Norðurlandi.

 

 

 

 

Sömu sögu er hins vegar ekki að segja af ýsunni. Stofnvísitala ýsu hefur farið lækkandi undanfarin ár og er nú einungis rúmlega fjórðungur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í hámarki. Lengdardreifing ýsunnar sýnir að allir lengdarflokkar eru undir meðallagi í fjölda. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum landið þannig að minnkandi magn ýsu undanfarin ár virðist ekki bundin við einstök svæði. Hins vegar hefur útbreiðslan breyst mikið frá árunum fyrir aldamót þegar lítill hluti ýsunnar fékkst fyrir norðan og austan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is