Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2011 03:14

Langtímakröfur bæjarsjóðs hækka um 242 milljónir vegna OR

Á fundi bæjarstjórnar Akraness sl. þriðjudag var kynnt endurskoðun á fjárhagsáætlun og breytingar á henni samkvæmt greinargerð Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra. Stærsta breytingin á fjárhagsáætluninni tengist nýlegri lánafyrirgreiðslu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur upp á 442 milljónir. Vegna þessa hækka langtímakröfur bæjarins um kr. 242,2 milljónir. Áður höfðu 200 milljónir verið lagðar til hliðar við fjárhagsáætlunargerð í lok ársins en sú upphæð var áætluð til að mæta tímabundnum aðgerðum vegna lífeyrisskuldbindinga, en fer nú í lánið til OR. Reyndar segir í greinargerð bæjarstjóra að allt eins hafi gerið gert ráð fyrir að verja þyrfti þessum peningum til lausnar á rekstrarvanda OR.

 

 

 

 

Minnihluti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurðsson og Einar Brandsson bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram bókun á bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag, þar sem þeir ítrekuðu að þeir peningar sem áður höfðu verið áætlaðir til greiðslu lífeyrisskuldbindinga færi nú í lán til OR.

“Eftir að hafa fengið glöggar og greinargóðar skýringar á vanda OR styðja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi tillögu um brýnar aðgerðir til lausnar á vanda fyrirtækisins. Sem betur fer er fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar það sterk eftir góða fjármálastjórn sl. kjörtímabil að kaupstaðurinn átti þann 31.12.2010 alls 492 milljónir króna í handbæru fé. Sú staða gerir kaupstaðnum kleift að standa við sinn hluta lánveitingar til OR,” segir m.a. í bókun Gunnars og Einars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is