Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2011 03:12

Stuðningi við menningarstarfsemi komið í ákveðnari farveg

Samningar um menningarmál og menningartengda ferðaþjónstu um land allt voru undirritaðir í dag milli ríkisins og Sambands sveitarfélaga. Samningarnir fela í sér að árlega verður 251 milljón króna varið til menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu. Þar með er stuðningi ríkisins beint í einn farveg í því skyni að efla slíkt starf um landið allt og gera það sýnilegt. Mennta- og menningarmálaráðherra og iðnaðarráðherra undirrituðu samningana fyrir hönd ríkisins. Samningarnir, sem eru sjö talsins, eru gerðir við Samband sveitafélaga á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Undanfarin ár hafa menningarstyrkir frá ríkinu verið ákveðnir árlega og oft hefur þurft að bíða eftir niðurstöðu ríkisvaldsins hverju sinni. Það hefur háð því að markvisst hafi verið hægt að sinna stuðningi við menningarstarfsemi á landsbyggðinni.

 

 

 

 

Markmið menningarsamninganna nú er að efla samstarf á sviði menningarmála á hverju svæði auk þess að stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og fjölgun atvinnutækifæra á sviði menningar, lista og menningartengdar ferðaþjónustu. Á hverju svæði starfa menningarráð sem eru vettvangur samtarfs sveitarfélaganna og hafa það hlutverk að standa fyrir þróunarstarfi og úthluta fé til verkefna á sviði menningar og menningartengdrar ferðaþjónustu.

Við skiptingu fjárframlaga til hvers svæðis var tekið tillit til stærðar og vegalengda innan þess, fjölda íbúa, atvinnuástands og fjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarframlag til Austurlands nemur árlega 44,5 m.kr., til Norðurlands eystra og Suðurlands 37,2 m.kr., til Vestfjarða 34,7 m.kr. og til Norðurlands vestra, Vesturlands og Suðurnesja 32,3 m.kr, eða samtals 250,7 milljónir króna. Fyrsti menningarsamningurinn var gerður við Austurland árið 2001 en frá árinu 2007 hafa verið í gildi menningarsamningar við alla landshluta utan höfuðborgarsvæðisins. Hefur árangur samninganna m.a. verið sá að stuðla að fjölgun launaðra starfa við menningu og menningartengda ferðaþjónstu, afleiddum störfum hefur fjölgað, menning hefur orðið aðgengilegri fyrir almenning og samstarf á milli landshluta á sviði menningarmála hefur aukist, segir í tilkynningu frá ráðuneytunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is